Enski boltinn

Parker framlengdi við West Ham

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Scott Parker er svo sannarlega ekki á förum frá West Ham eins og stuðningsmenn félagsins óttuðust heldur er hann búinn að skrifa undir nýjan samning við félagið.

Parker skrifaði í dag undir fjögurra ára samning við Lundúnafélagið. Það verður því ekkert af því að hann fari til Tottenham eða Liverpool.

"Ég vissi alltaf að ég myndi vera hér áfram. Ég er yfir mig ánægður að hafa skrifað undir nýjan samning. Það vita allir að mér líkar vel hér," sagði Parker sem kom til félagsins frá Newcastle árið 2007.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×