Enski boltinn

Leikaraskapur er að drepa fótboltann

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Assou-Ekotto er með munninn fyrir neðan nefið.
Assou-Ekotto er með munninn fyrir neðan nefið.

Hinn afar málglaði leikmaður Tottenham, Benoit Assou-Ekotto, er orðinn þreyttur á leikmönnum sem kasta sér ítrekað í grasið án ástæðu og segir að þeir séu að eyðileggja íþróttina.

Leikaraskapur er viðvarandi vandamál í knattspyrnuheiminum og Ekotto er nóg boðið.

"Þeir sem haga sér svona eru hræsnarar og svindlarar. Ég kann ekki við þessa menn og þeim fer fjölgandi," sagði Ekotto.

"Það er ekki gaman að spila gegn þessum mönnum og þeir eru ekki að gera neitt gott fyrir íþróttina. Ég vildi óska þess að leikmenn væru heiðarlegri.

"Hver er tilgangurinn að spila þegar andstæðingurinn stingur sér til sunds um leið og maður snertir hann. Það er ekki fótbolti og þessi leikaraskapur er að drepa fótboltann."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×