Enski boltinn

Capello og Defoe í skýjunum

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
GettyImages
Englendingar unnu öruggan sigur á Búlgörum í kvöld, 4-0. Jermaine Defor skoraði þrennu í leiknum og var ánægður með leikinn.

"Það er alltaf gaman að skora en að skora þrennu fyrir landsliðið og að vinna leikinn er frábært. Fólk veit alveg í hverju ég er bestur," sagði Defoe.

"Ég reyni alltaf að vera hreyfanlegur og þegar ég fæ tækifæri reyni ég að grípa þau. Þegar þú spilar með einhverjum frammi tekur oft tíma að aðlagast en Wayne Rooney er svo frábær leikmaður að ef ég byrja hlaup þá finnur hann mig," sagði markahrókurinn en Rooney átti þátt í öllum mörkunum.

Fabio Capelli var sömuleiðis ánægður. "Ég er einbeittur á leik minna manna, ekki á gagnrýnendur," sagði þjálfarinn sem hefur verið skotmark síðan á HM.

"Mér fannst við eiga virkilega góðan leik. Hreyfingar okkar, pressan og hraðar sóknir okkar voru góðar. Ég er mjög ánægður og Defoe og Rooney voru frábærir. Ég er mjög ánægður," sagði þjálfarinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×