Enski boltinn

Hughes segir Mark Schwarzer að gleyma Arsenal

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mark Schwarzer.
Mark Schwarzer. Mynd/AFP
Mark Hughes, stjóri Fulham, hefur sagt ástralska markverði sínum, Mark Schwarzer, að gleyma því að komast til Arsenal en markvörðurinn hefur beðið um að fá að fara til draumaliðsins síns.

Mark Schwarzer biðlaði til Hughes í vikunni að fá að fara en Arsene Wenger hefur verið að leita að góðri lausn á markmannsmálum félagsins.

Arsenal bauð í Mark Schwarzer í vor en var þá hafnað. Schwarzer er orðinn 37 ára gamall og hann sér þetta sem síðasta tækifærið til þess að koamst að hjá einu af stóru liðunum.

„Frá okkar bæjardyrum séð þá hefur ekkert breyst. Það var áhugi frá Arsenal í maí en við höfnuðum tilboði þeirra þá. Við höfum ekki fengið nein önnur tilboð í leikmanninn síðan þá og við ætlum ekki heldur að ýta undir nein tilboð í hann," sagði Mark Hughes, stjóri Fulham.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×