Enski boltinn

Farðu í megrun, hlunkur

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
GettyImages
Benni McCarthy þarf að fara í megrun. Þessi íturvaxni framherji verður ellegar sektaður af félagi sínu, West Ham.

Hinn 32 ára gamli framherji var svo þungur að hann komst ekki í lið Suður-Afríku á HM.

"Þetta er eins og knapi sem er of þungur. Hann getur ekki riðið hestinn og enginn er að fara að borga honum laun," sagði annar eigenda West Ham, David Sullivan.

"Mér finnst við í rétti þegar við segjum að hann sé ekki að uppfylla samninginn sinn. Hann þarf að losna við fimm eða sex kíló í viðbót," sagði eigandinn.

"Hann leggur hart að sér svo hann hlýtur að vera að borða eða drekka vitlaust. Við erum ekkert að svelta hann, hann má bara ekki borða ís og kökur eða drekka vín."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×