Enski boltinn

Garrido kominn til Lazio

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Javier Garrido.
Javier Garrido. Nordic Photos / Getty Images
Spánverjinn Javier Garrido er farinn frá Manchester City eftir þriggja ára dvöl hjá félaginu. Hann gekk í dag í raðir Lazio á Ítalíu.

Garrido var keyptur til City sumarið 2007 fyrir 1,5 milljónir punda frá Real Sociedad en fékk fá tækifæri undir það síðasta hjá félaginu.

„Hann fer nú til Ítalíu með óskir um allt hið besta í framtíðinni frá öllum hjá félaginu," sagði í yfirlýsingu á heimasíðu City í dag.

Fyrir nokkrum dögum gekk Manchester City frá kaupum á Aleksandar Kolarov frá Lazio en báðir eru vinstri bakverðir og því ljóst að Lazio ætlar Garrido að fylla í það skarð sem Kolarov skilur eftir í liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×