Enski boltinn

Chamakh búinn að semja við Arsenal

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Arsenal tilkynnti seinni partinn í dag að félagið væri búið að gera langan samning við franska framherjann Marouane Chamakh. Leikmaðurinn kemur frá Bordeaux.

Þessi félagaskipti hafa verið lengi í pípunum og eru nú loksins gengin í gegn.

Chamakh, sem er 26 ára gamall, hefur skorað grimmt fyrir Bordeaux í franska boltanum og mun heldur betur styrkja framlínu Arsenal.

„Við erum í skýjunum með það að hafa fengið Chamakh. Við höfum dáðst að þessum leikmanni í talsverðan tíma og ég veit að hann mun bæta miklum gæðum við okkar leikmannahóp," sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal, á heimasíðu félagsins.

Chamakh var eftirsóttur af mörgum félögum en vildi alltaf koma til Arsenal.

„Það er draumur að rætast hjá mér og ég gæti ekki verið ánægðari með að vera kominn til Arsenal. Ég vildi alltaf spila í ensku úrvalsdeildinni og þar var Arsenal minn fyrsti kostur því ég hef stutt félagið frá unga aldri," sagði Chamakh.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×