Franska blaðið L'Equipe segir að Manchester United hyggist fara af fullri alvöru í það í sumar að reyna að krækja í Karim Benzema, leikmann Real Madrid.
United reyndi að kaupa Benzema síðasta sumar en án árangurs. Benzema hefur ekki náð því flugi í Madríd sem búist var við og hyggst Manchester United setja kraft í að reyna að fá leikmanninn, jafnvel á lánssamningi.