Fótbolti

Fabregas í Barcelona-treyju - myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Farbregas er hér kominn í treyjuna.
Farbregas er hér kominn í treyjuna.

Þó svo forráðamönnum Barcelona gangi lítið að kaupa Cesc Fabregas og það líti út fyrir að leikmaðurinn sjálfur sé búinn að sætta sig við að vera áfram í herbúðum Arsenal hafa leikmenn Barcelona ekki gefið vonina um að fá hann til félagsins.

Í fagnaðarlátum Spánverja í gær gerði miðvarðaparið, Carles Puyol og Gerard Pique, sér lítið fyrir og klæddi Fabregas í Barcelona-treyjuna er liðið var að fagna upp á sviði.

Fabregas var tregur til enda vissi hann sem var að þessi uppákoma myndi bara hella olíu á eldinn. Miðverðirnir náðu þó að þröngva honum í treyjuna á endanum.

Fabregas hefur aftur á móti sagt að hann tileinki heimsmeistaratitilinn Arsenal og segir að félagið eigi skilið að eiga Heimsmeistara í liðinu.

Myndband af uppákomunni má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×