Fótbolti

Alonso ósáttur við De Jong

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Tæklingin skrautlega.
Tæklingin skrautlega.

Spænski miðjumaðurinn Xabi Alonso óttast að hafa brotið rif þegar Nigel de Jong sparkaði í bringuna á honum í úrslitaleik HM. Hann segir sparkið hafa verið eina verstu tæklingu sem hann hafi lent í á ferlinum.

De Jong var afar heppinn að vera ekki rekinn af velli enda tæklingin ein sú skrautlegasta sem sést hefur lengi.

Alonso gat þrátt fyrir sparkið haldið áfram að spila en fór af velli undir lok leiksins.

"Þetta var ein versta tækling sem ég hef orðið fyrir. Þetta var þéttur leikur og virðing frá báðum aðilum og þeir urðu að loka á okkur með öllum ráðum," sagði Alonso.

"Þetta var rosalegt spark. Ég man varla eftir að hafa meitt mig svona mikið í leik áður og það var erfitt að halda áfram að spila. Ég er líklega rifbrotinn en er lítið að spá í því núna."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×