Enski boltinn

Klasnic búinn að skrifa undir hjá Bolton

Elvar Geir Magnússon skrifar
Ivan Klasnic er mættur aftur til Bolton.
Ivan Klasnic er mættur aftur til Bolton.

Króatíski sóknarmaðurinn Ivan Klasnic hefur ritað nafn sitt undir samning við Bolton til tveggja ára. Klasnic var frjáls ferða sinna eftir að samningur hans við Nantes í Frakklandi var ekki endurnýjaður.

Þessi þrítugi leikmaður var á lánssamningi hjá Bolton á síðasta tímabili og heillaði knattspyrnustjórann Owen Coyle.

Hann er fjórði leikmaðurinn sem Bolton krækir í þetta sumarið en áður mættu þeir Marcos Alonso, Martin Petrov og Robbie Blake til félagsins.

Klasnic byrjaði 12 leiki fyrir Bolton í ensku úrvalsdeildinni síðasta vetur og skoraði hann átta mörk. Hann fæddist í Hamborg í Þýskalandi og hóf sinn feril hjá St Paulo áður en hann lék í sjö ár með Werder Bremen. Hann gekk svo til liðs við Nantes fyrir tveimur árum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×