Umfjöllun: Grindvíkingar klaufar Stefán Árni Pálsson skrifar 8. júlí 2010 15:35 Grindvíkingar náðu ekki að komast upp fyrir Selfyssinga og úr fallsætinu eftir ,1-1, jafntefli í botnslagnum suður með sjó í kvöld. Grétar Ólafur Hjartarson skoraði mark Grindvíkinga en Auðun Helgason skoraði sjálfsmark og því var jafntefli niðurstaðan. Fyrir leiki kvöldsins í Pepsi-deildinni voru Grindvíkingar í ellefta sæti með 6 stig, en Selfyssingar með einu stigi meira í því tíunda. Með sigri gátu heimamenn komist upp fyrir Selfyssinga og í leiðinni úr fallsæti í fyrsta skipti á þessu tímabili. Það var því sannkallaður sex stiga leikur suður með sjó í kvöld. Leikurinn hófst með miklum látum og það var strax ljóst frá fyrstu mínútunum að Grindvíkingar ætluðu að selja sig dýrt. Heimamenn sóttu án afláts í fyrri hálfleiknum og strax á 10. mínútu komst Gilles Mbang Ondo einn í gegn um vörn Selfyssinga og náði fínu skoti að markinu en Jóhann Ólafur varði vel fyrir gestina. Fjórum mínútum síðar komst Jósef Kristinn Jósefsson einn í gegn um vörn Selfyssinga ,eftir frábæra stungusendingu frá Gilles Mbang Ondo, og átti gott skot að markinu en aftur varði Jóhann Ólafur frábærlega. Það var síðan á 22. mínútu leiksins sem heimamenn náðu að brjóta ísinn , en þá skoraði Grétar Ólafur Hjartarson virkilega flott mark eftir að hafa sloppið einn í gegn um vörn Selfyssinga. Eftir markið héldu Grindvíkingar áfram að pressa á Selfyssinga og í raun ótrúlegt að staðan hafi bara verið 1-0 í hálfleik. Í síðari hálfleik komu gestirnir tvíefldir til baka og nýttu sér að spila með vindinum. Hægt og rólega juku Selfyssingar pressuna að marki Grindvíkinga og á 49. mínútu var mark dæmt af Selfyssingum. Gestirnir fengu aukaspyrnu sem Guðmundur Þórarinsson tók af 35 metra færi. Boltinn endaði í slánni og hrökk út til Davíðs Birgissonar sem renndi honum í netið. Dómarinn dæmdi aftur á móti markið af vegna rangstöðu. Nokkrum mínútum síðar náðu Selfyssingar að jafna metin en þá varð Auðun Helgason fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Þar var aftur á ferðinni Guðmundur Þórarinsson en hann tók frábæra hornspyrnu sem rataði beint á kollinn á Jóni Daða Böðvarssyni sem skallaði boltann í slánna og niður í jörðina. Auðun Helgason reyndi því næst að hreinsa boltann frá með þeim afleiðingum að hann skoraði sjálfsmark. Bæði liðin voru líklega í restina að ná inn sigurmarkinu en það hafðist ekki og því lyktaði leiknum með ,1-1, jafntefli. Grindavík - Selfoss 1-1 1-0 Grétar Ólafur Hjartarson (22.) 1-1 Auðun Helgason, sjm. (57.) Grindavíkurvöllur - Áhorfendur: 778 Dómari: Erlendur Eiríksson 6 Skot (á mark): 11-11 (5-2) Varin skot: Rúnar 1– Jóhann 5 Horn: 3-6 Aukaspyrnur fengnar 9-9 Rangstöður 4-3 Grindavík 4-4-2 Rúnar Dór Daníelsson 6 Loic Mbang Ondo 6 Auðun Helgason 5 Orri Freyr Hjaltalín 6 Jósef Kristinn Jósefsson 7 Scott Ramsey 6 (89. Alexander Magnússon - ) Matthías Örn Friðriksson 5 Jóhann Helgason 7 Páll Guðmundsson 5 (61. Óli Baldur Bjarnason 6 ) Grétar Ólafur Hjartarson 7 Gilles Daniel Mbang Ondo 7 Selfoss (4-4-2): Jóhann Ólafur Sigurðsson 8 – maður leiksinsStefán Ragnar Guðlaugsson 6 Agnar Bragi Magnússon 6 Kjartan Sigurðsson 5 Guðmundur Þórarinsson 7 Ingólfur Þórarinsson 5 (72. Arilíus Marteinsson -) Einar Ottó Antonsson 6 Jón Guðbrandsson 6 (83. Andri Freyr Björnsson - ) Jón Daði Böðvarsson 7 Daði Birgisson 6 Sævar Þór Gíslason 6 Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Grindavík - Selfoss. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Grindvíkingar náðu ekki að komast upp fyrir Selfyssinga og úr fallsætinu eftir ,1-1, jafntefli í botnslagnum suður með sjó í kvöld. Grétar Ólafur Hjartarson skoraði mark Grindvíkinga en Auðun Helgason skoraði sjálfsmark og því var jafntefli niðurstaðan. Fyrir leiki kvöldsins í Pepsi-deildinni voru Grindvíkingar í ellefta sæti með 6 stig, en Selfyssingar með einu stigi meira í því tíunda. Með sigri gátu heimamenn komist upp fyrir Selfyssinga og í leiðinni úr fallsæti í fyrsta skipti á þessu tímabili. Það var því sannkallaður sex stiga leikur suður með sjó í kvöld. Leikurinn hófst með miklum látum og það var strax ljóst frá fyrstu mínútunum að Grindvíkingar ætluðu að selja sig dýrt. Heimamenn sóttu án afláts í fyrri hálfleiknum og strax á 10. mínútu komst Gilles Mbang Ondo einn í gegn um vörn Selfyssinga og náði fínu skoti að markinu en Jóhann Ólafur varði vel fyrir gestina. Fjórum mínútum síðar komst Jósef Kristinn Jósefsson einn í gegn um vörn Selfyssinga ,eftir frábæra stungusendingu frá Gilles Mbang Ondo, og átti gott skot að markinu en aftur varði Jóhann Ólafur frábærlega. Það var síðan á 22. mínútu leiksins sem heimamenn náðu að brjóta ísinn , en þá skoraði Grétar Ólafur Hjartarson virkilega flott mark eftir að hafa sloppið einn í gegn um vörn Selfyssinga. Eftir markið héldu Grindvíkingar áfram að pressa á Selfyssinga og í raun ótrúlegt að staðan hafi bara verið 1-0 í hálfleik. Í síðari hálfleik komu gestirnir tvíefldir til baka og nýttu sér að spila með vindinum. Hægt og rólega juku Selfyssingar pressuna að marki Grindvíkinga og á 49. mínútu var mark dæmt af Selfyssingum. Gestirnir fengu aukaspyrnu sem Guðmundur Þórarinsson tók af 35 metra færi. Boltinn endaði í slánni og hrökk út til Davíðs Birgissonar sem renndi honum í netið. Dómarinn dæmdi aftur á móti markið af vegna rangstöðu. Nokkrum mínútum síðar náðu Selfyssingar að jafna metin en þá varð Auðun Helgason fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Þar var aftur á ferðinni Guðmundur Þórarinsson en hann tók frábæra hornspyrnu sem rataði beint á kollinn á Jóni Daða Böðvarssyni sem skallaði boltann í slánna og niður í jörðina. Auðun Helgason reyndi því næst að hreinsa boltann frá með þeim afleiðingum að hann skoraði sjálfsmark. Bæði liðin voru líklega í restina að ná inn sigurmarkinu en það hafðist ekki og því lyktaði leiknum með ,1-1, jafntefli. Grindavík - Selfoss 1-1 1-0 Grétar Ólafur Hjartarson (22.) 1-1 Auðun Helgason, sjm. (57.) Grindavíkurvöllur - Áhorfendur: 778 Dómari: Erlendur Eiríksson 6 Skot (á mark): 11-11 (5-2) Varin skot: Rúnar 1– Jóhann 5 Horn: 3-6 Aukaspyrnur fengnar 9-9 Rangstöður 4-3 Grindavík 4-4-2 Rúnar Dór Daníelsson 6 Loic Mbang Ondo 6 Auðun Helgason 5 Orri Freyr Hjaltalín 6 Jósef Kristinn Jósefsson 7 Scott Ramsey 6 (89. Alexander Magnússon - ) Matthías Örn Friðriksson 5 Jóhann Helgason 7 Páll Guðmundsson 5 (61. Óli Baldur Bjarnason 6 ) Grétar Ólafur Hjartarson 7 Gilles Daniel Mbang Ondo 7 Selfoss (4-4-2): Jóhann Ólafur Sigurðsson 8 – maður leiksinsStefán Ragnar Guðlaugsson 6 Agnar Bragi Magnússon 6 Kjartan Sigurðsson 5 Guðmundur Þórarinsson 7 Ingólfur Þórarinsson 5 (72. Arilíus Marteinsson -) Einar Ottó Antonsson 6 Jón Guðbrandsson 6 (83. Andri Freyr Björnsson - ) Jón Daði Böðvarsson 7 Daði Birgisson 6 Sævar Þór Gíslason 6 Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Grindavík - Selfoss.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann