Enski boltinn

Eiður spilaði í 90 mínútur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eiður Smári í leik með Stoke.
Eiður Smári í leik með Stoke. Nordic Photos / Getty Images
Eiður Smári Guðjohnsen lék allan leikinn með varaliði Stoke sem vann 5-0 sigur á Hereford United í kvöld.

Þetta er í fyrsta sinn sem Eiður Smári nær heilum leik með Stoke síðan hann kom til félagsins í haust. Hann hefur enn ekki fengið tækifæri í byrjunarliði aðalliðsins.

Eiður kom við sögu í einu marka Stoke í kvöld en hann var ekki valinn í landslið Íslands sem mætir Ísrael annað kvöld.

Stoke mætir næst West Brom í ensku úrvalsdeildinni um næstu helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×