Enski boltinn

Eiður Smári hjá Stoke út tímabilið

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen verður í láni hjá Stoke frá Monaco út tímabilið. Þetta hefur legið í loftinu síðan um helgina.

Sky fréttastofan staðfesti þetta nú seinnipartinn og frétt um málið birtist á heimasíðu Stoke um klukkan 18.30.

Eiður er ekki eini leikmaðurinn sem Stoke fékk í dag, það hefur einnig fengið Jermaine Pennant og Salif Diao til sín auk Marc Wilson.

Eiður Smári hefur verið að leita sér að félagi síðan fyrr í sumar. Hann var einnig orðaður við Fulham og reyndar sögðu margir miðlar, meðal annars íslenskir, að þangað myndi Eiður fara.

Það reyndist ekki rétt.

Eiður verður því án félags og laus allra mála næsta sumar þegar lánssamningur hans við Stoke rennur út.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×