Enski boltinn

Enyeama orðaður við West Ham

Elvar Geir Magnússon skrifar

Vincent Enyeama, markvörður Nígeríu, hefur vakið verðskuldaða athygli á heimsmeistaramótinu. Hann er nú orðaður við enska úrvalsdeildarliðið West Ham.

Enyeama leikur með Hapoel Tel Aviví Ísrael en Avram Grant, nýráðinn knattspyrnustjóri Hamrana, er mikill aðdáandi hans.

Enyeama segir að mál sín muni skýrast á næstu vikum en allavega sé ljóst að hann vilji fara í sterkari deild. Hann hefur áður verið orðaður við ensk úrvalsdeildarlið en Arsenal, Hull og Wigan hafa öll sýnt þessum 28 ára markverði áhuga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×