Enski boltinn

Bayern og AC Milan með augu á Berbatov

Elvar Geir Magnússon skrifar

Enn eru í gangi sögusagnir þess efnis að búlgarski sóknarmaðurinn Dimitar Berbatov sé á útleið og leiki ekki í búningi Manchester United á næstu leiktíð.

Það eru tvö ár síðan Berbatov var keyptur á Old Trafford frá Tottenham fyrir háar fjárhæðir. Það efast enginn um hæfileika hans en hann hefur þó ekki náð að standa undir væntingum hjá Rauðu djöflunum.

Ítalska liðið AC Milan og Þýskalandsmeistararnir í FC Bayern fylgjast spennt með gangi mála hjá Berbatov og eru talin tilbúin til að reiða fram 14 milljónum punda til að fá leikmanninn í sínar raðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×