Enski boltinn

Casillas: Manchester-liðin vilja mig

Elvar Geir Magnússon skrifar
Casillas vill ekki fara.
Casillas vill ekki fara.

Iker Casillas, markvörður Real Madrid, segist vera á óskalista Manchester United og Manchester City. Jose Mourinho er nýtekinn við stjórnartaumunum hjá Real Madrid.

„Ég veit af áhuga Manchester United og City. Það er alltaf hrós þegar önnur félög sýna manni áhuga og sýnir að maður er að standa sig vel. Ég hef allan minn feril verið hjá Real Madrid og nýt þess enn að mæta á hverja einustu æfingu," sagði Casillas.

„Ég vil ekki fara en við vitum öll að hlutirnir eru fljótir að breytast í boltanum. Eins og staðan er núna þarf Real Madrid þó að sparka mér ef ég á að íhuga að fara. Maður veit samt aldrei hvað gerist."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×