Íslenski boltinn

Umboðsmaður: AC Milan og Real Madrid á eftir Krasic

Ómar Þorgeirsson skrifar
Milos Krasic.
Milos Krasic. Nordic photos/AFP

Ef marka má nýlegt viðtal við umboðsmann serbneska landsliðsmannsins Milos Krasic hjá CSKA Moskvu þá mun leikmaðurinn vera undir smásjá stórliða á borð við AC Milan og Real Madrid.

Vængmaðurinn snjalli vakti verðskuldaða athygli fyrir góða frammistöðu með CSKA Moskvu í riðlakeppni Meistaradeildarinnar þar sem hann skoraði meðal annars glæsilegt mark gegn Manchester United en talið er að CSKA Moskva sé nú þegar búið að hengja 15 milljón evra verðmiða á hinn 25 ára Serba.

„Það hefur ekkert formlegt boð borist í hann en það er mikið um fyrirspurnir frá sannkölluðum risafélögum í Evrópu. Bæði AC Milan og Real Madrid hafa sýnt áhuga en CSKA vill fá í það minnsta 15 milljónir evra á borðið en hvernig sem fer þá er ég sannfærður um að Krasic mun spila hjá stórliði á næsta tímabili," segir umboðsmaðurinn Marko Naletilic í viðtali við AS.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×