Enski boltinn

Dramatískur sigur hjá Jóa Kalla og félögum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images

Huddersfield komst í aðra umferð ensku bikarkeppninnar í kvöld eftir dramatískan 2-1 sigur á Cambridge United.

Cambridge leikur tveimur deildum fyrir neðan Huddersfield sem er í toppbaráttu í ensku C-deildinni. Engu að síður komst Cambridge yfir með marki á 53. mínútu og allt stefndi í óvæntan sigur.

Þetta var síðari leikur liðanna í 1. umferðinni þar sem þeim fyrri lauk með jafntefli á heimavelli Cambridge.

Jóhannes Karl Guðjónsson kom inn á sem varamaður fyrir Huddersfield á 68. mínútu og liðið tryggði sér sigurinn með tveimur mörkum í uppbótartímanum.

Ármann Smári Björnsson var í byrjunarliði Hartlepool sem vann Vauxhall Motors á útivelli, 1-0.

Guðlaugur Victor Pálsson var á bekknum er Dagenham & Redbridge tapaði fyrir Leyton Orient, 3-2, á útivelli í kvöld og féll þar með úr leik í ensku bikarkeppninni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×