Enski boltinn

Houllier ætlar ekki að reyna að fá Michael Owen í janúar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gerard Houllier og Michael Owen.
Gerard Houllier og Michael Owen. Mynd/Nordic Photos/Getty
Gerard Houllier, stjóri Aston Villa, ætlar sér að styrkja leikmannahópinn sinn í janúarglugganum en hefur þó engin áform um að reyna að fá Michael Owen frá Manchester United.

Michael Owen hefur verið meiddur aftan í læri stóran hluta þessa tímabils og það er óvist hvort að þessi 30 ára framherji fái nýjan samning á Old Trafford þegar sá gamli rennur út næsta vor.

Owen hefur verið orðaður við Aston Villa enda gekk samstarf þeirra mjög vel á sínum tíma þegar Gerard Houllier var stjóri Liverpool.

„Nei ég ætla ekki að reyna að ná fá Owen í janúar. Framherjarnir okkar Emile (Heskey) og John (Carew) verða þá komnir til baka og það væri því engin ástæða til að kaupa annan framherja. Við þurfum samt að fá einn eða tvo leikmenn í janúar," sagði Gerard Houllier.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×