Enski boltinn

Wenger er viss um að Pires standi sig hjá Aston Villa

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Robert Pires.
Robert Pires. Mynd/AFP
Fréttir frá Frakkalandi herma að Robert Pires sér að fara að skrifa undir sex mánaða samning við Aston Villa í lok vikunnar en þessi fyrrum franski landsliðsmaður hefur verið án félags síðan að hann yfirgaf Villarreal eftir síðasta tímabil.

Robert Pires er orðinn 37 ára gamall en hann hefur að undanförnu fengið að æfa með Arsenal þar sem hann spilaði mörg sín bestu ár sem knattspyrnumaður frá 2000 til 2006.

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, er viss um að Pires geti hjálpað liði Aston Villa eftir áramót. Pires skoraði 62 mörk í 189 deildarleikjum með Arsenal en aðeins 13 mörk í 102 deildarleikjum með Villarreal frá 2006 til 2010.

„Að mínu mati var Pires besti sóknarmiðjumaður í heimi áður en hann meiddist á hnénu. Hann var bara óstöðvandi. Hann getur hjálpð Aston Villa þótt að hann sé búinn að missa aðeins hraða því hann þekkir leikinn svo vel," sagði Wenger við franska blaðið L'Equipe.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×