Enski boltinn

Ribery hjá Bayern í fimm ár til viðbtóar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Franck Ribery þurfti að sætta sig við að vera á hliðarlínunni í úrslitaleiknum í gær.
Franck Ribery þurfti að sætta sig við að vera á hliðarlínunni í úrslitaleiknum í gær. Nordic Photos / Getty Images
Franck Ribery hefur skrifað undir nýjan fimm ára samning við Bayern München en hann hefur undanfarin ár verið orðaður við mörg sterkustu félög Englands og Spánar.

Ribery missti af úrslitaleik Inter og Bayern í Meistaradeild Evrópu í gær þar sem hann var í leikbanni. Inter vann leikinn, 2-0.

„Við erum ánægðir með að einn besti leikmaður heims hafi ákveðið við að framlengja samning sinn við okkur," sagði Karl-Heinz Rummenigge, stjórnarformaður Bayern.

Ribery gekk í raðir Bayern frá Marseille fyrir þremur árum síðan og var sterklega orðaður við Real Madrid og Manchester United síðastliðið sumar.

Bayern varð tvöfaldur meistari í Þýskalandi á nýliðnu tímabili og hefði orðið Evrópumeistari í fimmta sinn í sögu félagsins með sigri í úrslitaleiknum í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×