Umfjöllun: Selfoss skipti um gír á lokasprettinum Jón Júlíus Karlsson skrifar 20. maí 2010 14:00 Mynd/valli Selfyssingar unnu góðan sigur á Haukum, 3-0, í nýliðaslagnum á Selfossi í kvöld. Sigurinn gefur ekki alveg rétta mynd af leiknum því Selfyssingar skoruðu tvö mörk með skömmu millibili undir lok leiksins. Haukar byrjuðu leikinn af miklum krafti og fengu tvö mjög góð tækifæri í upphafi leiks. Fyrst átti Guðjón Pétur Lýðsson skot sem var varið og skömmu síðar var Arnar Gunnlaugsson kominn í gott færi sem fór forgörðum. Selfyssingar hófu í raun ekki leikinn fyrr en eftir stundarfjórðung og töldu sig hafa skorað fyrsta mark leiksins á 26. mínútu þegar Guðmundur Þórarinsson prjónaði sig í gegnum vörnina og sendi boltann í netið. Aðstoðardómari hafði hins vegar flaggað boltann aftur fyrir endamörk og dæmdi hornspyrnu. Bæði lið léku varfærnislega og beittu löngum sendingum upp völlinn. Þrátt fyrir að markalaust væri í hálfleik var leikurinn hraður og fjörugur. Arnar Gunnlaugsson mætti ekki til leiks í síðari hálfleik í liði Hauka vegna meiðsla og Sam Mantom tók stöðu hans í fremstu víglínu. Haukar fengu fyrsta góða færi seinni hálfleiks þegar Hilmar Rafn Emilsson slapp í gegnum vörn heimamanna. Skot hans fór hins vegar víðsfjarri marki Selfyssinga. Það var sannkallaður heppnisstimpill á fyrsta marki leiksins sem Arilíus Marteinsson skoraði fyrir heimamenn á 68. mínútu. Sævar Þór Gíslason átti þó góðan sprett upp vinstri kantinn og átti hnitmiðaða fyrirgjöf á Arilíus sem spyrnti boltanum í stöngina, í bakið á Daða Lárussyni í marki Hauka, og í netið. Ekki fallegasta markið í bransanum en það taldi svo sannarlega. Eftir markið tóku heimamenn við sér og nýttu sér glufur í vörn Hauka. Jón Daði Böðvarsson kom Selfyssingum í 2-0 á 84. mínútu þegar hann fylgdi vel eftir skoti Guðmundar Þórarinssonar sem var vel varið af Daða í markinu. Skömmu seinna kláraði Jón Guðbrandsson leikinn með þriðja markinu þegar hann afgreiddi boltann frábærlega í netið eftir aukaspyrnu Guðmundar Þórarinssonar. Sigur Selfyssinga gefur kannski ekki alveg rétta mynd af leiknum en var fyllilega sanngjarn miðað við hvernig lokamínúturnar spiluðust. Heimamenn virtust hafa þann aukakraft sem þurfti til að klára leikinn og gerðu það svo sannarlega. Hjá Selfyssingum var Guðmundur Þórarinsson sérlega frísklegur og klappaði boltanum óhikað. Sævar Þór sýndi einnig hvað hann getur með enn einni stoðsendingunni. Haukar geta verið súrir með að fá ekkert út úr leiknum enda byrjuðu þeir leikinn af miklum krafti og hefðu hæglega getað komist tveimur mörkum yfir snemma leiks. Þetta verður líklega erfitt sumar hjá Haukum. Selfoss-Haukar 3-01-0 Arilíus Marteinsson (67.) 2-0 Jón Daði Böðvarsson (84.) 3-0 Jón Guðbrandsson (88.) Áhorfendur: 1.082 Dómari: Kristinn Jakobsson 7 Skot (á mark): 15-10 (9-3) Varin skot: Jóhann 3 - Daði 5 Horn: 3-5 Aukaspyrnur fengnar: 14-11 Rangstöður: 1-3 Selfoss (4-4-2)Jóhann Ólafur Sigurðsson 7 Andri Freyr Björnsson 6 Stefán Ragnar Guðlaugsson 6 Kjartan Sigurðsson 6 Sigurður Eyberg Guðlaugsson 6 Jón Daði Böðvarsson 6 (90. Ingi Rafn Ingibergsson -) Ingólfur Þórarinsson 6 Jón Guðbrandsson 6Guðmundur Þórarinsson 7 - maður leiksinsSævar Þór Gíslason 7 (83. Ingþór Jóhann Guðmundsson -) Arilíus Marteinsson 7 (86. Davíð Birgisson -) Haukar (4-5-1) Daði Lárusson 5 Gunnar Ormslev Ásgeirsson 5 (84. Kristján Óli Sigurðsson -) Kristján Ómar Björnsson 5 Daníel Einarsson 5 Pétur Á. Sæmundsson 5 Hilmar Geir Eiðsson 5 Guðjón Pétur Lýðsson 5 Grétar Atli Grétarsson 6 (68. Úlfar Hrafn Pálsson 5) Hilmar Rafn Emilsson 5 Hilmar Trausti Arnarsson 5 Arnar Bergmann Gunnlaugsson 5 (45. Sam Mantom 5) Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins og má lesa lýsingu leiksins hér: Selfoss - Haukar. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Sjá meira
Selfyssingar unnu góðan sigur á Haukum, 3-0, í nýliðaslagnum á Selfossi í kvöld. Sigurinn gefur ekki alveg rétta mynd af leiknum því Selfyssingar skoruðu tvö mörk með skömmu millibili undir lok leiksins. Haukar byrjuðu leikinn af miklum krafti og fengu tvö mjög góð tækifæri í upphafi leiks. Fyrst átti Guðjón Pétur Lýðsson skot sem var varið og skömmu síðar var Arnar Gunnlaugsson kominn í gott færi sem fór forgörðum. Selfyssingar hófu í raun ekki leikinn fyrr en eftir stundarfjórðung og töldu sig hafa skorað fyrsta mark leiksins á 26. mínútu þegar Guðmundur Þórarinsson prjónaði sig í gegnum vörnina og sendi boltann í netið. Aðstoðardómari hafði hins vegar flaggað boltann aftur fyrir endamörk og dæmdi hornspyrnu. Bæði lið léku varfærnislega og beittu löngum sendingum upp völlinn. Þrátt fyrir að markalaust væri í hálfleik var leikurinn hraður og fjörugur. Arnar Gunnlaugsson mætti ekki til leiks í síðari hálfleik í liði Hauka vegna meiðsla og Sam Mantom tók stöðu hans í fremstu víglínu. Haukar fengu fyrsta góða færi seinni hálfleiks þegar Hilmar Rafn Emilsson slapp í gegnum vörn heimamanna. Skot hans fór hins vegar víðsfjarri marki Selfyssinga. Það var sannkallaður heppnisstimpill á fyrsta marki leiksins sem Arilíus Marteinsson skoraði fyrir heimamenn á 68. mínútu. Sævar Þór Gíslason átti þó góðan sprett upp vinstri kantinn og átti hnitmiðaða fyrirgjöf á Arilíus sem spyrnti boltanum í stöngina, í bakið á Daða Lárussyni í marki Hauka, og í netið. Ekki fallegasta markið í bransanum en það taldi svo sannarlega. Eftir markið tóku heimamenn við sér og nýttu sér glufur í vörn Hauka. Jón Daði Böðvarsson kom Selfyssingum í 2-0 á 84. mínútu þegar hann fylgdi vel eftir skoti Guðmundar Þórarinssonar sem var vel varið af Daða í markinu. Skömmu seinna kláraði Jón Guðbrandsson leikinn með þriðja markinu þegar hann afgreiddi boltann frábærlega í netið eftir aukaspyrnu Guðmundar Þórarinssonar. Sigur Selfyssinga gefur kannski ekki alveg rétta mynd af leiknum en var fyllilega sanngjarn miðað við hvernig lokamínúturnar spiluðust. Heimamenn virtust hafa þann aukakraft sem þurfti til að klára leikinn og gerðu það svo sannarlega. Hjá Selfyssingum var Guðmundur Þórarinsson sérlega frísklegur og klappaði boltanum óhikað. Sævar Þór sýndi einnig hvað hann getur með enn einni stoðsendingunni. Haukar geta verið súrir með að fá ekkert út úr leiknum enda byrjuðu þeir leikinn af miklum krafti og hefðu hæglega getað komist tveimur mörkum yfir snemma leiks. Þetta verður líklega erfitt sumar hjá Haukum. Selfoss-Haukar 3-01-0 Arilíus Marteinsson (67.) 2-0 Jón Daði Böðvarsson (84.) 3-0 Jón Guðbrandsson (88.) Áhorfendur: 1.082 Dómari: Kristinn Jakobsson 7 Skot (á mark): 15-10 (9-3) Varin skot: Jóhann 3 - Daði 5 Horn: 3-5 Aukaspyrnur fengnar: 14-11 Rangstöður: 1-3 Selfoss (4-4-2)Jóhann Ólafur Sigurðsson 7 Andri Freyr Björnsson 6 Stefán Ragnar Guðlaugsson 6 Kjartan Sigurðsson 6 Sigurður Eyberg Guðlaugsson 6 Jón Daði Böðvarsson 6 (90. Ingi Rafn Ingibergsson -) Ingólfur Þórarinsson 6 Jón Guðbrandsson 6Guðmundur Þórarinsson 7 - maður leiksinsSævar Þór Gíslason 7 (83. Ingþór Jóhann Guðmundsson -) Arilíus Marteinsson 7 (86. Davíð Birgisson -) Haukar (4-5-1) Daði Lárusson 5 Gunnar Ormslev Ásgeirsson 5 (84. Kristján Óli Sigurðsson -) Kristján Ómar Björnsson 5 Daníel Einarsson 5 Pétur Á. Sæmundsson 5 Hilmar Geir Eiðsson 5 Guðjón Pétur Lýðsson 5 Grétar Atli Grétarsson 6 (68. Úlfar Hrafn Pálsson 5) Hilmar Rafn Emilsson 5 Hilmar Trausti Arnarsson 5 Arnar Bergmann Gunnlaugsson 5 (45. Sam Mantom 5) Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins og má lesa lýsingu leiksins hér: Selfoss - Haukar.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Sjá meira