Willum Þór: Við erum mjög þéttir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2010 22:38 Willum Þór Þórsson, þjálfari Keflavíkur. Mynd/Valli Willum Þór Þórsson, þjálfari Keflavíkur hrósaði mikið baráttu sinna mann eftir 2-1 sigur á Fylki í kvöld í fyrsta heimaleik Keflavíkur í sumar sem fram fór á á Njarðtaksvellinum í Njarðvík. „Þetta var mikill slagur og mikill baráttuleikur á móti frábæru Fylkisliði sem byrjaði leikinn betur. Mér er efst í huga núna hvernig liðið okkar vann sig inn í leikinn," sagði Willum Þór. „Við áttum erfitt uppdráttar í byrjun og við vissum að þeir kæmu til leiks með mikill ákefð. Við bjuggum okkur undir það en við náðum ekki tökum á því í byrjun. Liðið inn á vellinum talaði sig saman og vann sig í gegnum það," sagði Willum. „Við sköpuðum okkur þetta fyrsta færi sem skilaði okkur víti og marki. Eftir það jafnaðist þetta og við héldum forustunni út hálfleikinn. Ég hefði viljað sjá okkur halda henni lengur út í seinni hálfleikinn en mér fannst við koma frískir út í seinni hálfleik og sköpuðum okkur færi á upphafsmínútunum. Þeir jafna og þá hefðu margir koðnað. Við nýttum þá okkur það að þeir höfðu fjölgað frammi, losað um á miðjunni og leikurinn hafði opnast. Við nýttum okkur það og sköpuðum okkur annað mark," sagði Willum. Willum Þór hefur þétt mikið varnarleik Keflavíkurliðsins og hann segir að þar hafi hann tekið liðið aðeins í gegn í vetur. „Þetta er ákvörðun sem við tókum sem hópur og við erum að vinna með heildræna varnarhugsun. Ég er mjög ánægður með hvernig menn bregðast við því," sagði Willum. „Það sem hefur einkennt þessa þrjá leiki okkar í upphafi móts er mikil barátta. Það eru allir að berjast grimmilega fyrir stigunum og að koma sér af stað í mótinu. Mótið á eftir að ná meira jafnvægi sóknarlega hjá öllum liðum," segir Willum. Tvær gullsendingar Guðmundar Steinarssonar sköpuðu mörk Keflavíkur í leiknum, sú fyrra spilaði Paul McShane einn í gegn og hann fiskaði víti og hin síðari spilaði Magnús Þorsteinsson í gegn og hann skoraði sigurmarkið í leiknum. Guðmundur Steinarsson skoraði sjálfur fyrra markið úr vítinu. „Guðmundur hefur gríðarlega hæfileika og þess á milli er hann mjög vinnusamur og lunkinn í að loka sendingarlínum. Þegar hann fær plássið þá er hann með mjög góða sýn á leikinn og mikinn leiksskilning. Hann er mjög skapandi með sendingum og er síðan fyrsta flokks í aukaspyrnum og hornum enda mjög góður spyrnumaður," segir Willum. Haraldur Guðmundsson og Bjarni Hólm Aðalsteinsson eru að leika vel í miðvarðarstöðunum hjá Keflavík og það fer ekki mikið í gegnum þá. „Þeir eru kjölfestan í vörninni og svo erum við með fljóta bakverði. Það er mjög mikilvægt að þessir fjórir vinni vel saman og svo Ómar á bak við þá. Við höfum unnið mjög vel með það í vetur og svo er Bógi (Hólmar Örn Rúnarsson) að spila stöðu sem hefur ekki alltaf verið staðan hans. Hann er fyrir framan vörnina og fær ekki alveg hrósið og klappið en er að spila þá stöðu feykilega vel. Við erum mjög þéttir," segir Willum. „Þetta er bara rétt að byrja. Við erum kátir með að fá þrjú stig í dag og þakklátir fyrir það. Ég fyrst og fremst ánægður með baráttuna í liðinu, ef við höldum sjó í því og erum tilbúnir að berjast grimmilega í hverjum leik þá getum við fikrað okkur upp töfluna. Það er megnið af mótinu eftir og það þarf að slást fyrir öllum stigunum," sagði Willum að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
Willum Þór Þórsson, þjálfari Keflavíkur hrósaði mikið baráttu sinna mann eftir 2-1 sigur á Fylki í kvöld í fyrsta heimaleik Keflavíkur í sumar sem fram fór á á Njarðtaksvellinum í Njarðvík. „Þetta var mikill slagur og mikill baráttuleikur á móti frábæru Fylkisliði sem byrjaði leikinn betur. Mér er efst í huga núna hvernig liðið okkar vann sig inn í leikinn," sagði Willum Þór. „Við áttum erfitt uppdráttar í byrjun og við vissum að þeir kæmu til leiks með mikill ákefð. Við bjuggum okkur undir það en við náðum ekki tökum á því í byrjun. Liðið inn á vellinum talaði sig saman og vann sig í gegnum það," sagði Willum. „Við sköpuðum okkur þetta fyrsta færi sem skilaði okkur víti og marki. Eftir það jafnaðist þetta og við héldum forustunni út hálfleikinn. Ég hefði viljað sjá okkur halda henni lengur út í seinni hálfleikinn en mér fannst við koma frískir út í seinni hálfleik og sköpuðum okkur færi á upphafsmínútunum. Þeir jafna og þá hefðu margir koðnað. Við nýttum þá okkur það að þeir höfðu fjölgað frammi, losað um á miðjunni og leikurinn hafði opnast. Við nýttum okkur það og sköpuðum okkur annað mark," sagði Willum. Willum Þór hefur þétt mikið varnarleik Keflavíkurliðsins og hann segir að þar hafi hann tekið liðið aðeins í gegn í vetur. „Þetta er ákvörðun sem við tókum sem hópur og við erum að vinna með heildræna varnarhugsun. Ég er mjög ánægður með hvernig menn bregðast við því," sagði Willum. „Það sem hefur einkennt þessa þrjá leiki okkar í upphafi móts er mikil barátta. Það eru allir að berjast grimmilega fyrir stigunum og að koma sér af stað í mótinu. Mótið á eftir að ná meira jafnvægi sóknarlega hjá öllum liðum," segir Willum. Tvær gullsendingar Guðmundar Steinarssonar sköpuðu mörk Keflavíkur í leiknum, sú fyrra spilaði Paul McShane einn í gegn og hann fiskaði víti og hin síðari spilaði Magnús Þorsteinsson í gegn og hann skoraði sigurmarkið í leiknum. Guðmundur Steinarsson skoraði sjálfur fyrra markið úr vítinu. „Guðmundur hefur gríðarlega hæfileika og þess á milli er hann mjög vinnusamur og lunkinn í að loka sendingarlínum. Þegar hann fær plássið þá er hann með mjög góða sýn á leikinn og mikinn leiksskilning. Hann er mjög skapandi með sendingum og er síðan fyrsta flokks í aukaspyrnum og hornum enda mjög góður spyrnumaður," segir Willum. Haraldur Guðmundsson og Bjarni Hólm Aðalsteinsson eru að leika vel í miðvarðarstöðunum hjá Keflavík og það fer ekki mikið í gegnum þá. „Þeir eru kjölfestan í vörninni og svo erum við með fljóta bakverði. Það er mjög mikilvægt að þessir fjórir vinni vel saman og svo Ómar á bak við þá. Við höfum unnið mjög vel með það í vetur og svo er Bógi (Hólmar Örn Rúnarsson) að spila stöðu sem hefur ekki alltaf verið staðan hans. Hann er fyrir framan vörnina og fær ekki alveg hrósið og klappið en er að spila þá stöðu feykilega vel. Við erum mjög þéttir," segir Willum. „Þetta er bara rétt að byrja. Við erum kátir með að fá þrjú stig í dag og þakklátir fyrir það. Ég fyrst og fremst ánægður með baráttuna í liðinu, ef við höldum sjó í því og erum tilbúnir að berjast grimmilega í hverjum leik þá getum við fikrað okkur upp töfluna. Það er megnið af mótinu eftir og það þarf að slást fyrir öllum stigunum," sagði Willum að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira