Íslenski boltinn

Lúkas Kostic: Ekki sáttur með spilamennskuna

Ari Erlingsson skrifar

Luka Kostic var sár og svekktur með spilamennsku sinna manna í kvöld og kvartaði yfir lélegri færanýtingu og meiðslum lykilmanna.

„Já, við vorum klaufar að nýta ekki sénsana í fyrri hálfleik. Það var einmitt þá sem við hefðum átt að ná yfirhöndinni í leiknum. Svo finnst mér Framarar skora gegn gangi leiksins og það stuðar okkur. Ég er því svekktur með spilamennskuna í heild sinni og kvöldið í kvöld var verra en í fyrstu tveimur umferðunum.

Við erum líka búnir að vera í vandræðum. Jobbi þarf að fara út af vegna meiðsla. Auðun meiðist í upphitun og Grétar Ólafur er ekki enn tilbúinn. Ég ætla að koma honum hægt og bítandi inn í þetta. Hálftími hér og hálftími þar," sagði Kostic.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×