Enski boltinn

Villa hafnaði boði City

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
James Milner fagnar marki í leik með Aston Villa.
James Milner fagnar marki í leik með Aston Villa. Nordic Photos / Getty Images

Aston Villa hefur hafnað 20 milljóna punda tilboði Manchester City í James Milner, að sögn talsmanns fyrrnefnda félagsins.

City lagði fram tilboðið í gær en Milner er nú staddur í æfingabúðum enska landsliðsins í Austurríki.

„Við fengum tilboð í James Milner frá Manchester City en því var umsvifalaust hafnað," sagði talsmaðurinn.

„Við áætlum að fara í viðræður við James og hans fulltrúa eftir HM til að ná samkomulagi um nýjan langtímasamning. Þetta hefur ekkert breyst hjá okkur," bætti hann við.

Fyrir ári síðan tókst City að kaupa Gareth Barry frá Aston Villa fyrir tólf milljónir punda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×