Haraldur: Við unnum mest með varnarleik liðsins í vetur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2010 22:14 Haraldur Guðmundsson, fyrirliði Keflavíkur. Mynd/Valli Haraldur Guðmundsson, fyrirliði Keflavíkur, átti mjög góðan leik í miðri Keflavíkurvörninni og stjórnaði varnarleik liðsins af festu í 2-1 sigri á Fylki á Njarðtaksvellinum í Njarðvík í kvöld. „Þetta er eins og það getur verið best," sagði Haraldur aðspurður um það að vera með fullt hús stiga á toppnum eftir fyrstu þrjá leikina. „Þetta voru slagsmál út í gegn og var bara baráttuleikur. Við vissum það að við værum að fara út í svona leik því við þekkjum stílinn hjá Óla. Við vissum það líka að ef að við myndum mæta þeim í baráttunni þá myndum við lenda ofan á," sagði Haraldur. Fylkir byrjaði leikinn mjög vel en Keflvíkingar skoruðu hinsvegar fyrsta markið gegn gangi leiksins. „Þeir pressuðu okkur vel í upphafi leiksins og við vorum í vandræðum í byrjun. Við náðum hinsvegar að vinna okkur smátt og smátt inn í leikinn. Við fáum náttúrulega þetta víti sem gefur okkur helling. Við fengum mark í leikinn sem hjálpaði mikið. Þeir ná að svara snemma í seinni hálfleik en það var frábært hjá okkur að ná þá að klára þetta," sagði Haraldur. Tvær gullsendingar Guðmundar Steinarssonar sköpuðu mörk Keflavíkur í leiknum. „Guðmundur er frábær leikmaður og reyndist okkur vel í dag," sagði Haraldur um framherjann stórhættulega. „Við unnum mest með varnarleik liðsins í vetur alveg frá fremsta til aftasta manns. Það er allt liðið sem vinnur gríðarlega mikla vinnu í vörninni. Það eru ekki bara við fjórir í öftustu línunni og markvörðurinn sem eru að spila vörnina vel heldur er miklu betri varnarskipulag á liðinu heldur en verið hefur verið," sagði Haraldur. „Það er gríðarlegur styrkur hjá okkur að klára svona leik. Við erum í fyrsta skipti á heimavelli ef heimavöll skyldi kalla. Ég segi kannski ekki að þetta hafi verið þriðji útileikurinn í röð því það kemur kannski fleira fólk á leiki hér en á útileikina," sagði Haraldur. „Það eru bara þrír leikir búnir af 22 og við erum alveg sallarólegir yfir þessu. Þessi níu stig verða samt aldrei tekin af okkur, við erum einir efstir eins og staðan er í dag og við erum ánægðir með það," sagði Haraldur að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Í beinni: ÍA - KA | Gulu liðin gera upp málin Íslenski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Sjá meira
Haraldur Guðmundsson, fyrirliði Keflavíkur, átti mjög góðan leik í miðri Keflavíkurvörninni og stjórnaði varnarleik liðsins af festu í 2-1 sigri á Fylki á Njarðtaksvellinum í Njarðvík í kvöld. „Þetta er eins og það getur verið best," sagði Haraldur aðspurður um það að vera með fullt hús stiga á toppnum eftir fyrstu þrjá leikina. „Þetta voru slagsmál út í gegn og var bara baráttuleikur. Við vissum það að við værum að fara út í svona leik því við þekkjum stílinn hjá Óla. Við vissum það líka að ef að við myndum mæta þeim í baráttunni þá myndum við lenda ofan á," sagði Haraldur. Fylkir byrjaði leikinn mjög vel en Keflvíkingar skoruðu hinsvegar fyrsta markið gegn gangi leiksins. „Þeir pressuðu okkur vel í upphafi leiksins og við vorum í vandræðum í byrjun. Við náðum hinsvegar að vinna okkur smátt og smátt inn í leikinn. Við fáum náttúrulega þetta víti sem gefur okkur helling. Við fengum mark í leikinn sem hjálpaði mikið. Þeir ná að svara snemma í seinni hálfleik en það var frábært hjá okkur að ná þá að klára þetta," sagði Haraldur. Tvær gullsendingar Guðmundar Steinarssonar sköpuðu mörk Keflavíkur í leiknum. „Guðmundur er frábær leikmaður og reyndist okkur vel í dag," sagði Haraldur um framherjann stórhættulega. „Við unnum mest með varnarleik liðsins í vetur alveg frá fremsta til aftasta manns. Það er allt liðið sem vinnur gríðarlega mikla vinnu í vörninni. Það eru ekki bara við fjórir í öftustu línunni og markvörðurinn sem eru að spila vörnina vel heldur er miklu betri varnarskipulag á liðinu heldur en verið hefur verið," sagði Haraldur. „Það er gríðarlegur styrkur hjá okkur að klára svona leik. Við erum í fyrsta skipti á heimavelli ef heimavöll skyldi kalla. Ég segi kannski ekki að þetta hafi verið þriðji útileikurinn í röð því það kemur kannski fleira fólk á leiki hér en á útileikina," sagði Haraldur. „Það eru bara þrír leikir búnir af 22 og við erum alveg sallarólegir yfir þessu. Þessi níu stig verða samt aldrei tekin af okkur, við erum einir efstir eins og staðan er í dag og við erum ánægðir með það," sagði Haraldur að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Í beinni: ÍA - KA | Gulu liðin gera upp málin Íslenski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Sjá meira