Haraldur: Við unnum mest með varnarleik liðsins í vetur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2010 22:14 Haraldur Guðmundsson, fyrirliði Keflavíkur. Mynd/Valli Haraldur Guðmundsson, fyrirliði Keflavíkur, átti mjög góðan leik í miðri Keflavíkurvörninni og stjórnaði varnarleik liðsins af festu í 2-1 sigri á Fylki á Njarðtaksvellinum í Njarðvík í kvöld. „Þetta er eins og það getur verið best," sagði Haraldur aðspurður um það að vera með fullt hús stiga á toppnum eftir fyrstu þrjá leikina. „Þetta voru slagsmál út í gegn og var bara baráttuleikur. Við vissum það að við værum að fara út í svona leik því við þekkjum stílinn hjá Óla. Við vissum það líka að ef að við myndum mæta þeim í baráttunni þá myndum við lenda ofan á," sagði Haraldur. Fylkir byrjaði leikinn mjög vel en Keflvíkingar skoruðu hinsvegar fyrsta markið gegn gangi leiksins. „Þeir pressuðu okkur vel í upphafi leiksins og við vorum í vandræðum í byrjun. Við náðum hinsvegar að vinna okkur smátt og smátt inn í leikinn. Við fáum náttúrulega þetta víti sem gefur okkur helling. Við fengum mark í leikinn sem hjálpaði mikið. Þeir ná að svara snemma í seinni hálfleik en það var frábært hjá okkur að ná þá að klára þetta," sagði Haraldur. Tvær gullsendingar Guðmundar Steinarssonar sköpuðu mörk Keflavíkur í leiknum. „Guðmundur er frábær leikmaður og reyndist okkur vel í dag," sagði Haraldur um framherjann stórhættulega. „Við unnum mest með varnarleik liðsins í vetur alveg frá fremsta til aftasta manns. Það er allt liðið sem vinnur gríðarlega mikla vinnu í vörninni. Það eru ekki bara við fjórir í öftustu línunni og markvörðurinn sem eru að spila vörnina vel heldur er miklu betri varnarskipulag á liðinu heldur en verið hefur verið," sagði Haraldur. „Það er gríðarlegur styrkur hjá okkur að klára svona leik. Við erum í fyrsta skipti á heimavelli ef heimavöll skyldi kalla. Ég segi kannski ekki að þetta hafi verið þriðji útileikurinn í röð því það kemur kannski fleira fólk á leiki hér en á útileikina," sagði Haraldur. „Það eru bara þrír leikir búnir af 22 og við erum alveg sallarólegir yfir þessu. Þessi níu stig verða samt aldrei tekin af okkur, við erum einir efstir eins og staðan er í dag og við erum ánægðir með það," sagði Haraldur að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Sjá meira
Haraldur Guðmundsson, fyrirliði Keflavíkur, átti mjög góðan leik í miðri Keflavíkurvörninni og stjórnaði varnarleik liðsins af festu í 2-1 sigri á Fylki á Njarðtaksvellinum í Njarðvík í kvöld. „Þetta er eins og það getur verið best," sagði Haraldur aðspurður um það að vera með fullt hús stiga á toppnum eftir fyrstu þrjá leikina. „Þetta voru slagsmál út í gegn og var bara baráttuleikur. Við vissum það að við værum að fara út í svona leik því við þekkjum stílinn hjá Óla. Við vissum það líka að ef að við myndum mæta þeim í baráttunni þá myndum við lenda ofan á," sagði Haraldur. Fylkir byrjaði leikinn mjög vel en Keflvíkingar skoruðu hinsvegar fyrsta markið gegn gangi leiksins. „Þeir pressuðu okkur vel í upphafi leiksins og við vorum í vandræðum í byrjun. Við náðum hinsvegar að vinna okkur smátt og smátt inn í leikinn. Við fáum náttúrulega þetta víti sem gefur okkur helling. Við fengum mark í leikinn sem hjálpaði mikið. Þeir ná að svara snemma í seinni hálfleik en það var frábært hjá okkur að ná þá að klára þetta," sagði Haraldur. Tvær gullsendingar Guðmundar Steinarssonar sköpuðu mörk Keflavíkur í leiknum. „Guðmundur er frábær leikmaður og reyndist okkur vel í dag," sagði Haraldur um framherjann stórhættulega. „Við unnum mest með varnarleik liðsins í vetur alveg frá fremsta til aftasta manns. Það er allt liðið sem vinnur gríðarlega mikla vinnu í vörninni. Það eru ekki bara við fjórir í öftustu línunni og markvörðurinn sem eru að spila vörnina vel heldur er miklu betri varnarskipulag á liðinu heldur en verið hefur verið," sagði Haraldur. „Það er gríðarlegur styrkur hjá okkur að klára svona leik. Við erum í fyrsta skipti á heimavelli ef heimavöll skyldi kalla. Ég segi kannski ekki að þetta hafi verið þriðji útileikurinn í röð því það kemur kannski fleira fólk á leiki hér en á útileikina," sagði Haraldur. „Það eru bara þrír leikir búnir af 22 og við erum alveg sallarólegir yfir þessu. Þessi níu stig verða samt aldrei tekin af okkur, við erum einir efstir eins og staðan er í dag og við erum ánægðir með það," sagði Haraldur að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Sjá meira