Búlgarinn Dimitar Berbatov hefur verið ansi góður í leikjum Manchester United að undanförnu. Hann hefur þó ekki verið eins heitur og félagi sinn Wayne Rooney.
Rooney hefur skorað 32 mörk á tímabilinu. „Hann er besti leikmaður heims í dag. Hann er enn ungur og á möguleika að verða enn betri. Eins og ég hef margoft sagt við hann þá verður hann að halda áfram að lifa heilbrigðum lífstíl og þá eru honum allir vegir færir," segir Berbatov.
Berbatov telur að Rooney geti vel skorað yfir 40 mörk á tímabilinu. „Það er enn nóg eftir. Ég óska honum góðs gengis og við munum allir hjálpa honum að ná að skora yfir 40 mörk," sagði Berbatov.