Enski boltinn

Pardew íhugar að setja Twitter-bann hjá Newcastle

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Enrique á fullri ferð.
Enrique á fullri ferð.

Leikmenn Newcastle mega hugsanlega ekki nota Twitter-samskiptasíðuna lengur. Það geta þeir þakkað Jose Enrique sem greindi frá því á Twitter að hann myndi ekki spila gegn Tottenham.

Það líkaði stjóranum, Alan Pardew, afar illa. Hann reyndar brjálaðist og gerði sínum mönnum það ljóst að ekki mætti fara með viðkvæmar upplýsingar á samskiptasíður.

"Við erum búnir að ræða þetta mál. Ég fékk sent sms þar sem mér var tjáð að fjölmiðlar vissu af þessu út af Twitter. Leikmenn mega ekki gefa svona upplýsingar frá sér. Það verður að vera regla um það sem nær yfir alla leikmenn," sagði Pardew en verður Enrique klár í næsta leik?

"Ég veit það ekki. Ætli ég kíki ekki á Twitter-síðuna hans og reyni að komast að því."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×