Innlent

Gríðarmikið hrun varð úr Bjarnarey

Frá Vestmanneyjum. Gríðarmikið hrun varð úr Bjarnarey, austan við Heimaey,  í nótt. Mynd/Óskar P. Friðriksson
Frá Vestmanneyjum. Gríðarmikið hrun varð úr Bjarnarey, austan við Heimaey, í nótt. Mynd/Óskar P. Friðriksson

Gríðarmikið hrun varð úr Bjarnarey, austan við Heimaey, þegar að minnstakosti hundruð tonna féllu úr bjarginu í sjó fram um fjögur leitið í nótt. Það var sjómaður á trillu sem sá þetta tilsýndar og var engin nær vettvangi þegar þetta gerðist. Vatnssúla steig hátt til himins enda var skákin sem hrundi frá sjólínu og alveg upp úr mjög stór úr hundrað metra háu bjarginu. Nú er þar grýtt fjara, þar sem sjórinn féll alveg að eynni áður.

Eitthvað af yfirborið eyjarinnar hefur hrunið niður, því gras og mold flutu á sjónum fyrst eftir hrunið og vísast hafa margir lundar misst þar heimilli sín. Kannað verður hvort hætta er á frekara hruni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×