Andlát: Jón Hnefill Aðalsteinsson 3. mars 2010 10:24 MYND/Anton Brink Jón Hnefill Aðalsteinsson andaðist í dag, 2. mars 2010, 82 ára að aldri, á heimili sínu að Dalbraut 27 í Reykjavík. Jón Hnefill var fyrstur Íslendinga prófessor í þjóðfræði og eftir hann liggja mörg rit, greinar og fyrirlestrar um efnið auk ritsmíða um skáldleg efni og trúarleg, en hann var einnig guðfræðingur. Jón Hnefill fæddist 29. mars 1927 að Vaðbrekku í Hrafnkelsdal, sonur Ingibjargar Jónsdóttur húsmóður og Aðalsteins Jónssonar bónda. Hann var kvæntur Svövu Jakobsdóttur rithöfundi, en hún lést árið 2004. Barn þeirra er Jakob S. leikhúsfræðingur, en börn Jóns fyrir hjónaband eru Kristján Jóhann, dósent í íslenskum bókmenntum við HÍ og Örlygur Hnefill lögmaður. Jón Hnefill var stúdent frá MA árið 1948, lauk fil.kand. prófi í trúarbragðasögu, trúarlífssálfræði og heimspeki frá Stokkhólmsháskóla 1958, því næst cand.theol. frá HÍ 1960, fil.lic. í þjóðfræði frá Uppsalaháskóla 1966 og fil.dr. frá sama skóla 1979. Árið 1983 til 1984 var hann Honorary Research Fellow við University College í London. Starfsferill hans var að sama skapi fjölbreyttur. Hann var um skeið blaðamaður á Morgunblaðinu, sóknarprestur í Eskifjarðarprestakalli, skólastjóri Iðnskólans á Eskifirði og kennari við unglingaskólann þar, gagnfræðaskólakennari í Reykjavík og menntaskólakennari í MH, stundakennari við guðfræðideild HÍ auk heimspekideildar og félagsvísindadeildar, stundakennari við Tækniskóla Íslands, Leiklistarskóla Íslands og Þroskaþjálfaskóla Íslands, dósent í þjóðfræði við HÍ og loks prófessor. Hann lét enn fremur félagsstörf til sín taka, bæði í námi og á starfsvettangi sínum en einnig í stjórnmálum, fulltrúi Vöku í Stúdentaráði HÍ og formaður kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins á Austurlandi, formaður Þjóðfræðafélags Íslendinga, Sagnfræðingafélags Íslands, Félags menntaskólakennara og Hins íslenska kennarafélags, og sat í stjórn norrænna samtaka kennara og Átthagasamtaka Héraðsmanna, svo að það helsta sé nefnt. Meðal rita Jóns Hnefils má nefna Kristnitökuna á Íslandi 1971, Under the Cloak, doktorsritgerð hans, 1978, og Þjóðtrú og þjóðfræði 1985, en auk þess annaðist hann, einn eða í félagi við aðra, fjölda þýðinga úr erlendum tungum, t.a.m. á Frelsinu eftir John Stuart Mill. Síðasta rit Jóns Hnefils var "Hið mystíska X", er kom út á síðasta ári. Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Fleiri fréttir Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Sjá meira
Jón Hnefill Aðalsteinsson andaðist í dag, 2. mars 2010, 82 ára að aldri, á heimili sínu að Dalbraut 27 í Reykjavík. Jón Hnefill var fyrstur Íslendinga prófessor í þjóðfræði og eftir hann liggja mörg rit, greinar og fyrirlestrar um efnið auk ritsmíða um skáldleg efni og trúarleg, en hann var einnig guðfræðingur. Jón Hnefill fæddist 29. mars 1927 að Vaðbrekku í Hrafnkelsdal, sonur Ingibjargar Jónsdóttur húsmóður og Aðalsteins Jónssonar bónda. Hann var kvæntur Svövu Jakobsdóttur rithöfundi, en hún lést árið 2004. Barn þeirra er Jakob S. leikhúsfræðingur, en börn Jóns fyrir hjónaband eru Kristján Jóhann, dósent í íslenskum bókmenntum við HÍ og Örlygur Hnefill lögmaður. Jón Hnefill var stúdent frá MA árið 1948, lauk fil.kand. prófi í trúarbragðasögu, trúarlífssálfræði og heimspeki frá Stokkhólmsháskóla 1958, því næst cand.theol. frá HÍ 1960, fil.lic. í þjóðfræði frá Uppsalaháskóla 1966 og fil.dr. frá sama skóla 1979. Árið 1983 til 1984 var hann Honorary Research Fellow við University College í London. Starfsferill hans var að sama skapi fjölbreyttur. Hann var um skeið blaðamaður á Morgunblaðinu, sóknarprestur í Eskifjarðarprestakalli, skólastjóri Iðnskólans á Eskifirði og kennari við unglingaskólann þar, gagnfræðaskólakennari í Reykjavík og menntaskólakennari í MH, stundakennari við guðfræðideild HÍ auk heimspekideildar og félagsvísindadeildar, stundakennari við Tækniskóla Íslands, Leiklistarskóla Íslands og Þroskaþjálfaskóla Íslands, dósent í þjóðfræði við HÍ og loks prófessor. Hann lét enn fremur félagsstörf til sín taka, bæði í námi og á starfsvettangi sínum en einnig í stjórnmálum, fulltrúi Vöku í Stúdentaráði HÍ og formaður kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins á Austurlandi, formaður Þjóðfræðafélags Íslendinga, Sagnfræðingafélags Íslands, Félags menntaskólakennara og Hins íslenska kennarafélags, og sat í stjórn norrænna samtaka kennara og Átthagasamtaka Héraðsmanna, svo að það helsta sé nefnt. Meðal rita Jóns Hnefils má nefna Kristnitökuna á Íslandi 1971, Under the Cloak, doktorsritgerð hans, 1978, og Þjóðtrú og þjóðfræði 1985, en auk þess annaðist hann, einn eða í félagi við aðra, fjölda þýðinga úr erlendum tungum, t.a.m. á Frelsinu eftir John Stuart Mill. Síðasta rit Jóns Hnefils var "Hið mystíska X", er kom út á síðasta ári.
Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Fleiri fréttir Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Sjá meira