Andlát: Jón Hnefill Aðalsteinsson 3. mars 2010 10:24 MYND/Anton Brink Jón Hnefill Aðalsteinsson andaðist í dag, 2. mars 2010, 82 ára að aldri, á heimili sínu að Dalbraut 27 í Reykjavík. Jón Hnefill var fyrstur Íslendinga prófessor í þjóðfræði og eftir hann liggja mörg rit, greinar og fyrirlestrar um efnið auk ritsmíða um skáldleg efni og trúarleg, en hann var einnig guðfræðingur. Jón Hnefill fæddist 29. mars 1927 að Vaðbrekku í Hrafnkelsdal, sonur Ingibjargar Jónsdóttur húsmóður og Aðalsteins Jónssonar bónda. Hann var kvæntur Svövu Jakobsdóttur rithöfundi, en hún lést árið 2004. Barn þeirra er Jakob S. leikhúsfræðingur, en börn Jóns fyrir hjónaband eru Kristján Jóhann, dósent í íslenskum bókmenntum við HÍ og Örlygur Hnefill lögmaður. Jón Hnefill var stúdent frá MA árið 1948, lauk fil.kand. prófi í trúarbragðasögu, trúarlífssálfræði og heimspeki frá Stokkhólmsháskóla 1958, því næst cand.theol. frá HÍ 1960, fil.lic. í þjóðfræði frá Uppsalaháskóla 1966 og fil.dr. frá sama skóla 1979. Árið 1983 til 1984 var hann Honorary Research Fellow við University College í London. Starfsferill hans var að sama skapi fjölbreyttur. Hann var um skeið blaðamaður á Morgunblaðinu, sóknarprestur í Eskifjarðarprestakalli, skólastjóri Iðnskólans á Eskifirði og kennari við unglingaskólann þar, gagnfræðaskólakennari í Reykjavík og menntaskólakennari í MH, stundakennari við guðfræðideild HÍ auk heimspekideildar og félagsvísindadeildar, stundakennari við Tækniskóla Íslands, Leiklistarskóla Íslands og Þroskaþjálfaskóla Íslands, dósent í þjóðfræði við HÍ og loks prófessor. Hann lét enn fremur félagsstörf til sín taka, bæði í námi og á starfsvettangi sínum en einnig í stjórnmálum, fulltrúi Vöku í Stúdentaráði HÍ og formaður kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins á Austurlandi, formaður Þjóðfræðafélags Íslendinga, Sagnfræðingafélags Íslands, Félags menntaskólakennara og Hins íslenska kennarafélags, og sat í stjórn norrænna samtaka kennara og Átthagasamtaka Héraðsmanna, svo að það helsta sé nefnt. Meðal rita Jóns Hnefils má nefna Kristnitökuna á Íslandi 1971, Under the Cloak, doktorsritgerð hans, 1978, og Þjóðtrú og þjóðfræði 1985, en auk þess annaðist hann, einn eða í félagi við aðra, fjölda þýðinga úr erlendum tungum, t.a.m. á Frelsinu eftir John Stuart Mill. Síðasta rit Jóns Hnefils var "Hið mystíska X", er kom út á síðasta ári. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Sjá meira
Jón Hnefill Aðalsteinsson andaðist í dag, 2. mars 2010, 82 ára að aldri, á heimili sínu að Dalbraut 27 í Reykjavík. Jón Hnefill var fyrstur Íslendinga prófessor í þjóðfræði og eftir hann liggja mörg rit, greinar og fyrirlestrar um efnið auk ritsmíða um skáldleg efni og trúarleg, en hann var einnig guðfræðingur. Jón Hnefill fæddist 29. mars 1927 að Vaðbrekku í Hrafnkelsdal, sonur Ingibjargar Jónsdóttur húsmóður og Aðalsteins Jónssonar bónda. Hann var kvæntur Svövu Jakobsdóttur rithöfundi, en hún lést árið 2004. Barn þeirra er Jakob S. leikhúsfræðingur, en börn Jóns fyrir hjónaband eru Kristján Jóhann, dósent í íslenskum bókmenntum við HÍ og Örlygur Hnefill lögmaður. Jón Hnefill var stúdent frá MA árið 1948, lauk fil.kand. prófi í trúarbragðasögu, trúarlífssálfræði og heimspeki frá Stokkhólmsháskóla 1958, því næst cand.theol. frá HÍ 1960, fil.lic. í þjóðfræði frá Uppsalaháskóla 1966 og fil.dr. frá sama skóla 1979. Árið 1983 til 1984 var hann Honorary Research Fellow við University College í London. Starfsferill hans var að sama skapi fjölbreyttur. Hann var um skeið blaðamaður á Morgunblaðinu, sóknarprestur í Eskifjarðarprestakalli, skólastjóri Iðnskólans á Eskifirði og kennari við unglingaskólann þar, gagnfræðaskólakennari í Reykjavík og menntaskólakennari í MH, stundakennari við guðfræðideild HÍ auk heimspekideildar og félagsvísindadeildar, stundakennari við Tækniskóla Íslands, Leiklistarskóla Íslands og Þroskaþjálfaskóla Íslands, dósent í þjóðfræði við HÍ og loks prófessor. Hann lét enn fremur félagsstörf til sín taka, bæði í námi og á starfsvettangi sínum en einnig í stjórnmálum, fulltrúi Vöku í Stúdentaráði HÍ og formaður kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins á Austurlandi, formaður Þjóðfræðafélags Íslendinga, Sagnfræðingafélags Íslands, Félags menntaskólakennara og Hins íslenska kennarafélags, og sat í stjórn norrænna samtaka kennara og Átthagasamtaka Héraðsmanna, svo að það helsta sé nefnt. Meðal rita Jóns Hnefils má nefna Kristnitökuna á Íslandi 1971, Under the Cloak, doktorsritgerð hans, 1978, og Þjóðtrú og þjóðfræði 1985, en auk þess annaðist hann, einn eða í félagi við aðra, fjölda þýðinga úr erlendum tungum, t.a.m. á Frelsinu eftir John Stuart Mill. Síðasta rit Jóns Hnefils var "Hið mystíska X", er kom út á síðasta ári.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Sjá meira