Erlent

Ævisaga Lauru Bush selst vel

Ævisagan selst vel. Gagnrýnendur segja að Laura komi á óvart í bókinni. Mynd/AP
Ævisagan selst vel. Gagnrýnendur segja að Laura komi á óvart í bókinni. Mynd/AP
Sjálfsævisaga Lauru Bush, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna, selst grimmt vestanhafs, en bókin hefur fengið fína dóma. Magnús Már Guðmundsson

Laura og George Bush giftust árið 1977 og fjórum árum síðar eignuðust þau tvíbura. Laura var forsetafrú Bandaríkjanna á árunum 2001 til 2009 og líkt og með forvera hennar föluðust bókaútgefendur eftir því að gefa út ævisögu hennar. Talið er að samkomulagið sem Laura gerði um útgáfu bókarinnar, sem nefndist Spoken from the Heart, tryggi henni meira en hálfan milljarð í tekjur.

Sjálfsævisagan kom út fyrir viku og er næstmest selda bókin í Bandaríkjunum í dag en tæplega 150 þúsund eintök hafa selst. Ævisaga Hillary Clinton sem kom út árið 2003 seldist þó mun betur en fyrstu vikuna keyptu meira þrefalt fleiri bók hennar en bók Lauru.

Ævisaga Lauru hefur fengið góða dóma og segja gangrýnendur að forsetafrúin fyrrverandi sýni á sér áður óþekkta hlið. Ólíkt eiginmanni sínum segist Laura vera hlynnt hjónabandi samkynhneigðra og frelsi kvenna til að gangast undir fóstureyðingar.

Í bókinni fjallar Laura meðal annars um bílslys sem hún lenti í þegar hún var 17 ára þar sem skólafélag hennar lést. Laura greinir einnig frá því að hún telji að eitrað hafi verið fyrir henni og forsetanum þegar hann sótti leiðtogafund í Þýskalandi fyrir þremur árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×