Fótbolti

Forlán þreyttur en staðráðinn í að ná í brons

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
AFP
Diego Forlán er staðráðinn í því að toppa tímabilið sitt með því að vinna bronsverðlaun á HM. Hann hefur átt frábært ár og leiðir Úrúgvæ til leiksins gegn Þjóðverjum.

Forlán hefur skorað fjögur mörk á HM til þessa og átti gott tímabil hjá Atletico Madrid.

"Ég vona að ég fái gott frí eftir þetta þar sem ég er orðinn ansi þreyttur. Ég ætla samt að spila eins og ég geri alltaf í lokaleiknum," sagði Forlán.

"Að vinna Evrópudeildina og að komast í undanúrslitin á HM var frábært. Það var mikilvægt fyrir alla að vera svona nálægt úrslitaleiknum en við erum vinsviknir þar sem við misstum af frábæru tækifæri," sagði fyrirliði landsliðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×