Enski boltinn

Rooney vill gerast þjálfari eftir að ferlinum lýkur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Wayne Rooney, leikmaður Manchester United.
Wayne Rooney, leikmaður Manchester United. Nordic Photos / Getty Images
Wayne Rooney segir að hann vilji snúa sér að þjálfun þegar að ferli hans sem leikmaður lýkur. Þetta sagði hann þegar hann tók við verðlaunum samtaka fótboltablaðamanna á Englandi í kvöld.

Rooney er 24 ára gamall og á því mörg ár eftir í boltanum sem leikmaður.

„Ég myndi gjarnan snúa mér svo að þjálfun. Ég byrjaði níu ára gamall hjá Everton og fótboltinn hefur spilað mjög stórt hlutverk í mínu lífi," sagði Rooney í kvöld.

„Ég vil því halda áfram að sinna knattspyrnunni eftir að ég hætti að spila. Ég byrjaði að taka þjálfaranámskeið á þessu ári en náði ekki að sinna því eins vel og ég hefði kosið. En vonandi get ég haldið áfram á næsta ári."

„Ég elska fótbolta og á erfitt með að ímynda mér að ég eigi eftir að reka veitingahús í framtíðinni - ég vil halda áfram í boltanum," sagði hann.

„En ég er aðeins 24 ára gamall og vonandi enn mín bestu ár eftir."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×