Erlent

Ráðist á kristna í Bagdad

MYND/AP
Að minnsta kosti þrír eru látnir og tugir hafa slasast í Bagdad í Írak í morgun. Svo virðist vera sem skipulagðar árásir hafi verið gerðar á sex stöðum á sama tíma í kristnum hverfum borgarinnar. Tugir eru slasaðir, en árásir á kristna í borginni hafa farið vaxandi síðustu misserin að því er fram kemur á fréttavef BBC. Fyrir nokkrum dögum voru rúmlega fjörutíu manns myrtir þegar íslamskir skæruliðar tóku kaþólska kirkjugesti í gíslingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×