Enski boltinn

Gallas meiddur en Fabregas tilbúinn

Elvar Geir Magnússon skrifar

Arsene Wenger óttast að þrálát meiðsli varnarmannsins William Gallas skemmi fyrir viðræðum leikmannsins um nýjan samning. Roma hefur mikinn áhuga á Gallas sem verður samningslaus í sumar.

„Gallas verður ekki með um helgina. Þessi meiðsli virðast endalaus og það er áhyggjuefni. Sol Campbell og Mikaël Silvestre verða að vera reiðubúnir," sagði Wenger.

Wenger segir þó að Frakkar þurfi engar áhyggjur að hafa varðandi HM í sumar, Gallas verði tilbúinn í slaginn þá.

Góðu fréttirnar fyrir Arsenal eru þær að miðjumennirnir Cesc Fabregas, Tomas Rosicky og Alex Song verða allir tilbúnir í slaginn fyrir leikinn gegn West Ham á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×