Enski boltinn

Wenger fær sekt og bann fyrir framkomuna í lok Sunderland-leiksins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arsene Wenger, stjóri Arsenal lætur aðstoðardómarann heyra það.
Arsene Wenger, stjóri Arsenal lætur aðstoðardómarann heyra það. Mynd/GettyImages
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur verið kærður fyrir aganefnd enska knattspyrnusambandsins, fyrir framkomu sína eftir jafnteflisleikinn á móti Sunderland í ensku úrvalsdeildarinnar um helgina.

Arsene Wenger fær væntanlega eins leiks bann og átta þúsund punda sekt fyrir að mótmæla harðlega við fjórða dómara leiksins, Martin Atkinson, eftir að Sunderland hafði tryggt sér jafntefli með því að skora á fimmtu mínútu í uppbótartíma.

Það leit út eins og Arsene Wenger ýtti líka við Martin Atkinson, fjórða dómara leiksins, þegar Sunderland-maðurinn Darren Bent jafnaði leikinn þegar fimmtán sekúndur voru komnar fram yfir uppgefnan viðbótartíma.

Arsene Wenger hefur til 23. september til að sætta sig við hina hefðbundna refsingu eða ákveða að fara með málið lengra. Wenger neitaði að hafa látið Atkinson heyra það eftir leikinn og benti á sjónvarpsmyndir því til sönnunar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×