Enski boltinn

Eiður vonast til að byrja á morgun

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen. Nordic Photos / Getty Images
Eiður Smári Guðjohnsen vonast til þess að hann verði í byrjunarliði Stoke sem mætir Fulham í ensku deildabikarkeppninni á morgun.

Eiður kom inn á sem varamaður er Stoke gerði 1-1 jafntefli við West Ham um helgina og spilaði síðasta stundarfjórðunginn.

„Ég vonast eftir sæti í byrjunarliðinu í hvert skipti sem við spilum og þetta gæti reynst fullkomið tækifæri fyrir mig að fá fleiri mínútur inn á vellinum," sagði Eiður Smári í samtali við enska fjölmiðla.

Hann gekk í raðir Stoke í lok síðasta mánaðar en hafði þá ekki spilað síðan í vor.

„Stjórinn vissi hvernig staðan var á mér þegar ég kom og höfum við verið að vinna í mínum málum síðan. Þetta tekur tíma því þetta er langt tímabil - ekki spretthlaup. Ég kom hingað án þess að hafa tekið þátt í undirbúningstímabili og án þess að hafa æft með nokkru liði. En ég held að þetta sé að fara að koma hjá mér."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×