Enski boltinn

Chelsea telur sig vera búið að finna eftirmann Frank Lampard

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Toni Kroos í leik með Bayern.
Toni Kroos í leik með Bayern. Mynd/AFP
Chelsea hefur mikinn áhuga á Þjóðverjanum Toni Kroos sem spilar með Bayern Munchen. Samkvæmt fréttum í enskum fjölmiðlum er líklegt að Lundúnafélagið bjóði í þennan tvítuga leikstjórnenda á næstu mánuðum.

Toni Kroos var í láni hjá Bayer Leverkusen á síðasta tímabili og sló svo í gegn að hann vann sér sæti í HM-hópi Þjóðverja í sumar. Chelsea hefur verið að fylgjast með stráknum undanfarin fjögur ár og veit því vel um hvernig leikmaður er að ræða.

Chelsea sér Kroos sem hugsanlega arftaka Frank Lampard sem er orðinn 32 ára gamall og er farinn að nálgast lokin á sínum frábæra ferli.

Toni Kroos hefur ekki fundið sig hjá Bayern og óvist er hversu mikil tækifæri hann fær þar sem ætti að ýta undir það að þýska félagið væri tilbúið að láta hann fara til ensku meistarana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×