Enski boltinn

Given má fara frá City

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Shay Given á bekknum hjá City
Shay Given á bekknum hjá City Nordic Photos / Getty Images
Roberto Mancini segir að Shay Given megi fara frá Manchester City þegar að félagaskiptaglugginn opnar í janúar næstkomandi.

Joe Hart hefur verið aðalmarkvörður City á tímabilinu og Given mátt sætta sig við að vera á bekknum.

„Ég sagði honum að hann mætti vera áfram en ég virði hans ákvörðun og ef hann vill fara þá leyfist honum það," sagði Mancini. „Hann ákvað að vera hér og hann verður því að vera hér þar til í janúar."

City vann 2-0 sigur á Wigan í gær og hafði Hart afar lítið að gera í markinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×