Enski boltinn

Cole: Þurfum að vera rólegir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Joe Cole í leik með Liverpool.
Joe Cole í leik með Liverpool. Nordic Photos / Getty Images
Joe Cole segir að það sé engin ástæða til að örvænta þó svo að Liverpool hafi ekki byrjað verr í ensku úrvalsdeildinni undanfarin átján ár.

Liverpool tapaði fyrir Manchester United um helgina, 3-2, og hefur aðeins unnið einn af fyrstu fimm leikjum tímabilsins. Liðið er í sextánda sæti deildarinnar.

„Það ber að dæma okkur í maí," sagði Cole. „Við höfum verið að spila erfiða leiki í upphafi tímabilsins og Fernando Torres er nýbúinn að jafna sig á sínum meiðslum. Þar að auki hefur verið mikil endurnýjun í starfsliðinu og nýr knattspyrnustjóri tekinn við liðinu."

„Ég er sannfærður um að við munum ná okkur á strik. Ef við höldum áfram að spila eins og við gerðum gegn Manchester United verður þetta í góðu lagi hjá okkur."

„Við þurfum að taka það jákvæða úr þeim leik. Við spiluðm vel, skoruðu tvö mörk en máttum sætta okkur við tap gegn frábæru liði og leikmanni sem er í frábæru formi."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×