Enski boltinn

Cristiano Ronaldo kemst ekki í nýtt úrvalslið ensku úrvalsdeildarinnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo kemst ekki í úrvalsliðið.
Cristiano Ronaldo kemst ekki í úrvalsliðið. Mynd/AFP
Það er nóg af leikmönnum Manchester United í nýju úrvalsliði enska úrvalsdeildarinnar frá upphafi. Stuðningsaðili deildarinnar, Barclays, setti af stað könnun á því á dögunum hvaða ellefu leikmenn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar eru þeir bestu í sínum stöðum.

Manchester United á alls sjö leikmenn í liðinu auk stjórans en Ryan Giggs fékk meðal annars 73 prósent atkvæða á vinstri vænginn. Aðrir United-menn eru Peter Schmeichel, Gary Neville, Patrice Evra, David Beckham, Paul Scholes og svo Eric Cantona sem í framlínunni með landa sinum Thierry Henry.

Það vekur einna mesta athygli að Patrice Evra komst í liðið á kostnað Ashley Cole, þá verður Frank Lampard að vera út í kuldanum alveg eins og þeir Cristiano Ronaldo og Freddie Ljungberg sem áttu ekki möguleika í vinsældir David Beckham á hægri vængnum.

Enska úrvalsdeildinni var sett af stað haustið 1992 og var því nítjánda tímabil hennar að hefjast í síðasta mánuði.

Úrvalslið ensku úrvalsdeildarinnar frá 1992-2010:

Knattspyrnustjóri

Sir Alex Ferguson

Markmaður

Peter Schmeichel

Hægri bakvörður

Gary Neville

Miðverðir

John Terry og Tony Adams

Vinstri bakvörður

Patrice Evra

Hægri vængur

David Beckham



Miðjumenn


Steven Gerrard og Paul Scholes

Vinstri vængur

Ryan Giggs

Framherjar

Thierry Henry og Eric Cantona






Fleiri fréttir

Sjá meira


×