Íslenski boltinn

Ólafur Þórðarson: Þetta gengur ekki svona

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Ólafur Þórðarsson, þjálfari Fylkis.
Ólafur Þórðarsson, þjálfari Fylkis.
„Seinni hálfleikur var bara hörmulegur og menn mættu bara ekki til leiks. Ef ég vissi hver ástæðan væri þá væri ég búinn að leysa það en leikmenn bara mættu ekki leiks í seinni hálfleik," sagði Ólafur Þórðarsson, þjálfari Fylkis, eftir tap liðsins í kvöld á móti Breiðablik. Þjálfarinn segir hugarfarið hjá sínum mönnum ekki vera í lagi. „Þeir spiluðu allan leikinn en við bara fyrstu 45 mínúturnar. Það er ansi margt sem þarf að laga en hugarfar er auðvitað númer eitt, tvö og þrjú og það er greinilega ekki í lagi. Þetta gengur ekki svona." „Sjálfsagt verða einhverjar breytingar í næsta leik en við höfum ekki stóran hóp svo að það kemur í ljós," sagði Ólafur í leikslok.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×