Fótbolti

Rio tekur aftur við fyrirliðabandinu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Samkvæmt heimildum Sky-fréttastofunnar þá mun Rio Ferdinand taka við fyrirliðabandinu hjá enska landsliðinu á nýjan leik á morgun og leiða liðið til leiksins gegn Svartfjallalandi.

Steven Gerrard var fyrirliði á HM í sumar þar sem Rio var meiddur og hefur haldið fyrirliðabandinu í síðustu leikjum.

Margir vildu sjá Gerrard halda áfram sem fyrirliði en Capello landsliðsþjálfari ætlar að halda sig við Rio sem fyrirliða er hann getur.

Rio hefur verið aðalfyrirliði landsliðsins síðan í febrúar er John Terry missti bandið á eftirminnilegan hátt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×