Innlent

ESB: Styrkja þarf sjálfstæði íslenskra dómstóla

Hæstiréttur Íslands. Myndin tengist fréttinni óbeint.
Hæstiréttur Íslands. Myndin tengist fréttinni óbeint.

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins leggur til að íslenska verði eitt af opinberum tungumálum ESB í áliti sem það gaf í dag út um aðildarumsókn Íslands að ESB.

Þá segir ennfremur í álitinu að styrkja þurfi sjálfstæðis íslenskra dómstóla. Einnig er bent á nauðsyn þess að styrkja reglur til að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra milli hins opinbera og viðskiptalífsins.

Í álitinu kemur einnig fram að framkvæmdastjórnin telji Ísland fullnægja skilyrðum sem sett eru fyrir að hafnar verði aðildarviðræður.

Ákvörðun um að hefja aðildarviðræður við Ísland er hins vegar í höndum ráðherraráðs ESB. Búist er við að ráðherraráð ESB komi næst saman í síðustu viku marsmánaðar.

Bent er á að Ísland sé vel á vegi statt að því er varðar framkvæmd regluverks ESB á þeim sviðum sem falla undir EES og Schengen-samningana.

Á sviðum sem ekki falla undir EES og Schengen, svo sem sjávarútveg, landbúnað og hluta löggjafar um umhverfismál og fjárhagsmál, er nauðsynlegt að Ísland aðlagi löggjöf sína að reglum ESB.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×