Innlent

Landspítalanum berast gjafir fyrir hundruð milljóna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Frá Landspítalanum. Mynd/ GVA.
Frá Landspítalanum. Mynd/ GVA.
Landspítalinn er að miklu leyti orðinn háður gjöfum félagasamtaka, fyrirtækja og einstaklinga til að hægt sé að viðhalda og endurnýja tæki og búnað spítalans, segir Björn Zoëga, forstjóri spítalans á vef hans. Hann segir að það fé sem fáist á fjárlögum til tækjakaupa dugi skammt og sé ekki nema þriðjungur af því sem eðlilegt þyki í rekstri sambærilegra háskólasjúkrahúsa erlendis. Hann segir að þetta sé mikið áhyggjuefni og því miður litlar horfur á að úr rætist alveg á næstunni.

Björn segir að þótt sáralítið fé sé til endurnýjunar tækja og búnaðar takist samt að klóra í bakkann og þar beri fyrst og fremst að þakka þeim fjölmörgu gjöfum sem spítalinn fær. „Það er ekki ofsögum sagt að búnaður sumra deilda sé að meira eða minna leyti fenginn að gjöf. Segja má útilokað að meta til fjár þær gjafir sem Landspítala berast árlega en víst er að um mörg hundruð milljónir króna er að ræða. Mörg félög, samtök eða einstaklingar hafa nánast tekið einstakar deildir eða tegund starfsemi upp á sína arma og styðja af ráð og dáð til bættra verka og betri aðstæðna," segir Björn.

Björn segir að þessa sjái víða stað um spítalann, sérstaklega í desembermánuði, og sé mjög ánægjulegt. Á aðfangadegi jóla beri að þakkað fyrir þessa gjafmildi. Stuðningur af þessu tagi hjálpi Landspítala að vera í fremstu röð.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.