Enski boltinn

Stjóri Millwall stoltur af félaginu sem er komið aftur upp

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Jackett fagnar titlinum í gær.
Jackett fagnar titlinum í gær. GettyImages
Stjóri Millwall hrósar liðinu í hástert fyrir að komast aftur upp í ensku Championship deildina, næst efstu deild, í gær. Millwall lagði Swindon 1-0 í úrslitaleiknum á Wembley.

Willwall tapaði fyrir Scunthorpe fyrir ári síðan í sama leik en fyrirliðinn Paul Robinsson tryggði liðinu sigur í gær.

"Karakter félagsins er kominn aftur, hann gerði okkur þetta kleift," sagði Kenny Jackett.

"Það hefði verið auðvelt að bugast, en þetta er frábær tilfinning."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×