Íslenski boltinn

Ólafur: Sáttur með eitt stig í Eyjum

Valur Smári Heimisson skrifar
Ólafur Kristjánsson.
Ólafur Kristjánsson. Fréttablaðið/Valli
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Blika, var sáttur með eitt stig í Eyjum í dag gegn ÍBV. Liðin gerðu 1-1 jafntefli í fimmtu umferð Pepsi-deildarinnar.

„Við lögðum upp með að vinna leikinn en það tókst ekki. Við vissum að það yrði erfitt að koma hingað á Hásteinsvöllinn, þetta er sterkur heimavöllur hjá Eyjamönnum. Við stóðumst í raun áhlaup þeirra í fyrri hálfleik, þeir sóttu stíft en við komum okkur betur inn í leikinn og ég er í raun bara sáttur við stigið," sagði Ólafur.

Hann sagðist ekkert hafa út á dómgæsluna að setja: „Hann leyfði leiknum að flæða mjög vel og ég er mjög hrifinn af því þegar dómarinn er ekki mikið að skipta sér af smávægilegum brotum og leyfir gott flæði," sagði Ólafur.

Haukur Baldvinsson, markaskorari Blika, haltraði af velli undir lokin en meiðslin eru ekki alvarlegt. „Þetta er bara eitthvað smávægilegt," sagði Ólafur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×