Erlent

Rússar fækka tímabeltum

Dmitrí Medvedev Forsætisráðherra Rússlands drepur tímann.
nordicphotos/AFP
Dmitrí Medvedev Forsætisráðherra Rússlands drepur tímann. nordicphotos/AFP
Rússland, AP Rússar hafa fækkað tímabeltum landsins úr 11 niður í níu. Dmitrí Medvedev forseti gaf út tilskipun um þetta og tóku breytingarnar gildi í gærmorgun, þegar flestir Rússar flýttu klukkunni yfir í sumartíma.

Þetta þýðir að Chukotka, austasta hérað landsins, er nú níu tímum á eftir Kalíníngrad-svæðinu við Eystrasalt. Einnig var ákveðið að Samara og Udmurtia, tvö héruð miðsvæðis í Rússlandi, verði á sama tímabelti og Moskva.

Íbúar héraðanna eru mis­ánægðir með breytinguna. Einkum eru íbúar í Samara ósáttir við að sólsetur að vetrarlagi verði skömmu eftir hádegi.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×