Enski boltinn

Gazza keyrði drukkinn og próflaus

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images

Búið er að gefa út ákæru á hendur Paul Gascoigne fyrir að keyra undir áhrifum áfengis. Gazza var handtekinn í síðasta mánuði.

Hann var ekki bara fullur á bílnum heldur hafði Gazza ekkert bílpróf. Hann var þess utan ekki með neinar tryggingar.

Félagi Gazza sem var með honum var einnig kærður fyrir sama hlut. Hann var sem sagt einnig próflaus.

Gascoigne lék á sínum tíma 57 landsleiki fyrir England og afrekaði einnig að vera rekinn sem stjóri Kettering Town eftir aðeins 39 daga.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×